Arsenal hefur orðið fyrir miklu áfalli en Gabriel Jesus, framherji liðsins spilar ekki knattspyrnu næstu þrjá mánuðina.
Jesus meiddist í leik með Brasilíu á HM í Katar og verður ekki með næstu mánuðina.
Ensk blöð segja frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafi 50 milljónir punda til að eyða í leikmenn í janúar.
Framherji er þó ekki á innkaupalistanum ef marka má ensku blöðin og gæti því Eddie Nketiah fengið stórt hlutverk.
Möguleiki er á því að Arteta horfi í kantmennina sína og að Gabriel Martinelli spili eitthvað sem fremsti maður.