Topplið Arsenal var ekki sannfærandi í æfingaleik gegn Watford í gær þar sem margar stjörnur tóku þátt.
Arsenal hefur verið besta lið Englands hingað til og er á toppnum þessa stundina en hlé er í gangi þar sem HM í Katar stendur yfir.
Leikmenn á borð við Martin Odegaard, Cedric, Rob Holding, Gabriel, Kieran Tierney, Albert Sambi Lokonga, Mohamed Elneny, Reiss Nelson og Eddie Nketiah léku leikinn með Arsenal.
Watford spilar í næst efstu deild Englands og vann leikinn nokkuð sannfærandi með fjórum mörkum gegn tveimur.
Brasilíumaðurinn Marquinhos og Nketiah skoruðu mörk Arsenal í leiknum sem var spilaði fyrir luktum dyrum.
Arsenal notaðist þó við þriðja markvörð sinn, Karl Hein, í leiknum sem hefur ekki hjálpað til í vörninni.