Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal og Brasilíu, mun ekki spila fleiri leiki á HM í Katar sem stendur nú yfir.
Þetta er staðfest í dag en Jesus er að glíma við hnémeiðsli og getur ekki hjálpað liði sínu í útsláttarkeppninni.
Jesus var í byrjunarliði Brasilíu sem tapaði 1-0 gegn Kamerún í gær en var tekinn af velli á 64. mínútu.
Framherjinn fékk tækifæri í þessum leik sem skipti litlu máli fyrir Brassana sem voru komnir áfram í 16-liða úrslit.
Jesus mun ekki taka frekari þátt á HM en hann verður þó líklega til taks fyrir Arsenal í janúar.