Hansi Flick hefur neitað því að hann ætli að hætta með þýska landsliðið eftir slæmt HM í Katar.
Þýskaland er úr leik eftir 4-2 sigur á Kosta Ríka í vikunni en sigurinn dugði ekki til þar sem Japan lagði Spán, 2-1.
Japan og Spánn fara í 16-liða úrslit og er þetta annað HM í röð þar sem Þýskaland fer ekki upp úr riðli sínum.
Talað hefur verið um að Flick muni segja starfi sínu lausu sem þjálfari Þýskalands en hann neitar fyrir þær sögusagnir.
,,Frá minni hlið, þá nýt ég starfsins. Við erum með gott lið, góða leikmenn að koma upp en þetta er að lokum ekki undir mér komið,“ sagði Flick.