Ben White, leikmaður enska landsliðsins, spilar ekki meira á HM og hefur snúið aftur til heimalandsins.
Þetta kemur í tilkynningyu frá Arsenal í kvöld en það er félagslið varnarmannsins á Englandi.
Tekið er fram að White sé að snúa heim vegna persónulegra ástæðna en ástæðan er ekki gefin upp.
White var ekki í leikmannahóp Englands í vikunni er liðið vann sannfærandi sigur á Wales, 3-0.
Hann var þó hluti af hópnum sem vann Íran 6-2 í fyrstu umferð en kom ekkert við sögu.
England má ekki kalla inn annan leikmann til að leysa White af hólmi fyrir 16 liða úrslitin sem hefjast um helgina.
Öll landslið höfðu aðeins ákveðinn glugga áður en mótið hófst til að kalla inn nýja menn og er það ekki möguleiki svo langt inn í keppnina.