Roberto Martinez hefur staðfest það að hann sé hættur með belgíska landsliðið.
Martinez greinir sjálfur frá þessu eftir markalaust jafntefli við Króatíu í F riðli á HM í kvöld.
Það þýðir að Belgía er úr leik á mótinu en liðið endar í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig.
Martinez er 49 ára gamall en hann tók við Belgum nokkuð óvænt fyrir sex árum síðan.
Hann hafði enga reynslu af landsliðsþjálfun og hafði þjálfað lið Swansez, Wigan og Everton.