fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hjörvar lýsir yfir ósætti við RÚV – „Segðu mér eitthvað sem ég veit ekki“

433
Föstudaginn 4. nóvember 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason gagnrýnir RÚV fyrir val sitt á sérfræðingum í kringum Heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem hefst eftir rúmar tvær vikur.

RÚV er með sýningaréttinn á mótinu hér á landi. Edda Sif Pálsdóttir, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Einar Örn Jónsson munu hafa umsjón með HM-stofunni. Með þeim verða svo Heimir Hallgrímsson, Margrét Lára Viðarsdóttir, Arnar Gunnlaugsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Ólafur Kristjánsson.

Lýsendur á leikjum HM verða þeir Einar Örn Jónsson, Gunnar Birgisson, Hörður Magnússon og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson munu lýsa leikjum HM.

„Yngsti karlkyns sérfræðingurinn verður fimmtugur í mars,“ segir Hjörvar í hlaðvarpinu sínu Dr. Football.

„Segðu mér eitthvað sem ég veit ekki. Ég veit ekki hvort ég fái það þarna.“

Hjörvar hefði viljað sjá leikmann sem fór með íslenska karlalandsliðinu á HM í Rússlandi 2018 í setti RÚV.

„Við eigum 23 gaura sem fóru á HM síðast og það er enginn þarna. Ég hefði viljað fá leikmann sem hefur spilað á HM. Þetta er auðvitað í eigu okkar allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina