Rasmus Tandholdt, fjölmiðlamaður á TV2 í Danmörku, birti myndband í gær þar sem hann sýndi frá því þegar manni með regnbogarmband var vísað af leikvangi á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Öryggisverðir og lögreglumenn fylgdu manninum út af leikvanginum.
Samkynhneigð er stranglega bönnuð í Katar. FIFA hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir það að leyfa þjóðinni að halda HM vegna hinna ýmsu mannréttindabrota þar.
Maðurinn sem um ræðir, Brian Davis, segir öryggisleit hafa hleypt honum inn á völlinn með armbandið.
„Þeir sneru upp á höndina á mér en annars hef ég það fínt. Þeir voru mjög ofbeldisfullir,“ segir hann.
Tandholdt var tekinn af katörsku lögreglunni eftir að hafa rætt við Davis. Hann var beðinn um að eyða myndefni sínu.
Því neitaði Tandholdt og var síðar sleppt að eigin sögn.
Miðað við mynd sem Davis tók síðar um kvöldið fékk hann að fara aftur inn á leikvanginn.
The moment Brian Davis was thrown out from the stadium. @FIFAWorldCup officially said it’s fine to wear rainbow colors at stadiums in Qatar during the World Cup. Qatar police seems to disagree. Who’s in charge? pic.twitter.com/wd4fs8E4Dp
— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
“They twisted my arm and were very aggressive” US citizen Brian Davis tells us after got thrown out from #USAvIRN match by Qatari Police a few moments ago because he was wearing a rainbow colored armband. pic.twitter.com/q4aBMLySbz
— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022