Blaðamaðurinn David Winner hefur alls ekki miklar mætur á hollenska landsliðinu sem spilar nú á HM í Katar.
Winner líkir leikstíl hollenska liðsins við spilamennsku Grikklands árið 2004 er það síðarnefnda vann óvæntan sigur.
Holland vann lið Katar 2-0 í gær og er komið í 16-liða úrslit og er enn taplaust eftir fyrstu þrjá leiki sína.
Winner hefur þó alls ekki verið hrifinn af leikstíl Hollands undir stjórn Louis van Gaal og telur að möguleikarnir á að vinna keppnina séu í raun ekki til staðar.
,,Þeir eru að spila eins og Grikkland árið 2004 eða Þýskaland 1980. Þetta er ekki fótbolti til að elska,“ sagði Winner.
,,Van Gaal vill vinna mótið en ég held að hann geti það ekki. Þetta er stórt augnablik á ferli Van Gaal.“