Það er bull að Karim Benzema, leikmaður Frakklands, verði endurkallaður í landsliðshópinn á HM í Katar.
Í vikunni var óvænt greint frá því að Didier Deschamps, stjóri Frakka, væri opinn fyrir því að fá Benzema aftur í hópinn ef hann næði að jafna sig af meiðslum.
Benzema er einn allra beti framherji heims en hann meiddist stuttu fyrir fyrsta leik Frakklands. Deschamps ákvað að kalla ekki inn nýtt nafn í stað hans og er því laust pláss í hópnum.
Spænski miðillinn Marca náði myndum af Benzema í sumarfríi og slakar hann nú á fyrir næstu leiki Real Madrid á Spáni.
Engar líkur eru á að Benzema verði hluti af franska hópnum á ný í Katar en hann verður frá allavega næstu þrjár vikurnar.