David Beckham hefur verið í rúma viku í Katar en hann er sendiherra fyrir landið og er stór hluti af því að auglýsa landið.
Beckham hefur þessa vikuna dvalið á Mandarin Oriental hótelinu í Doha.
Beckham lætur ekkert venjulegt herbergi duga og tók eðlilega Baraha svítuna sem kostar 20 þúsund pund á nóttina.
Beckham borgar því 3,4 milljónir íslenskra króna fyrir nóttina en líklega eru það nú yfirvöld í Katar sem borga reikninginn.
Beckham sjálfur rakar inn peningum eftir að hafa samið við Katar og nýtur lífsins í eyðimörkinni.
Hótelherbergi Beckham má sjá hér að neðan.