Bandaríkin og Íran mættust í lokaumferð B-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld.
Leikurinn var fremur tíðindalítill en eina mark leiksins skoraði Christian Pulisic á 38. mínútu. Hann meiddist hins vegar í markinu og fór síðar af velli.
Lokatölur urðu 1-0 fyrir Bandaríkin og sigurinn verðskuldaður.
Liðið fylgir Englendingum áfram í 16-liða úrslit HM.
Íran er hins vegar úr leik, líkt og Wales.