fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Segir Vöndu ekki heiðarlega – „ Annað er að reyna að ljúga sig út úr vandræðum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. nóvember 2022 12:30

Illugi Jökulsson og Vanda Sigurgeirsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjótin standa á Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, eftir að í ljós kom að fullyrðingar hennar, um að Utanríkisráðuneytið hefði ekki talið neitt mæla gegn ferð KSÍ og karlalandsliðsins til Sádi-Arabíu þar sem leikinn var landsleikur við heimamenn, reyndust ekki halda vatni.

Þetta kom fram í frétt í nýjasta tölublaði Stundarinnar en þar sór ráðuneytið af sér að hafa gefið slíkar ráðleggingar og að fyrirspurn KSÍ hafi snúist um allt annað atriði.

KSÍ hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir að þiggja boð Sádi-Araba um heimsókn og landsleik gegn greiðslu. Hefur sambandið verið sakað um að hvítþvo heimamenn með hjálp knattspyrnunnar enda orðspor landsins varðandi mannréttindi ekki upp á marga fiska. Þá hefur sambandið neitað að gefa upp hversu há umrædd greiðsla var.

,,Við heyrðum í utanríkisráðuneytið á sínum tíma til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki,“ sagði Vanda í viðtali við Vísi í júní.

Segir Vöndu ekki heiðarlega

Vanda, sem heimsótti gestgjafa heimsmeistaramótsins í Katar á dögunum ásamt fríðu föruneyti, hefur ekki enn brugðist við uppljóstrun Stundarinnar en ljóst er að orðspor hennar hefur beðið hnekki ef hún hefur orðið uppvís að lygum. Það er að minnsta kosti skoðun samfélagsrýnisins Illuga Jökulssonar.

,,Því miður er Vanda Sigurgeirsdóttir ekki heiðarleg. Eitt er nú að þiggja milljónatugi frá mannréttindaníðingum eins og Sádum. Annað er að reyna að ljúga sig út úr vandræðum. Vanda heldur því fram fullum fetum að KSÍ hafi fengið blessun utanríkisráðuneytisins fyrir þessum tiltekna leik. Eins og fram kemur hér spurði KSÍ utanríkisráðuneytið alls ekki um landsleik í fótbolta, heldur um önnur verkefni. Hvenær ætla íslenskir valdamenn að skilja að „it’s not the crime, it’s the cover-up“?,“ skrifar Illugi og deilir áðurnefndri frétt Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Delap fundar með Newcastle en United er líklegasti áfangastaðurinn

Delap fundar með Newcastle en United er líklegasti áfangastaðurinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö tilboð á borði Kevin de Bruyne – Tekur ákvörðun með fjölskyldu sinni

Tvö tilboð á borði Kevin de Bruyne – Tekur ákvörðun með fjölskyldu sinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu
433Sport
Í gær

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea