Mótmælandi í Katar á líklega þunga refsingu yfir höfði sér eftir að hafa hlaupið inn á völlinn á Heimsmeistaramótinu í kvöld.
Maðurinn var klæddur í bol þar sem stóð „Björgum Úkraínu.“.
Bolurinn er til stuðnings Úkraínu en Rússland réðst inn í landið í upphafi árs og hefur stríð verið í gangi síðan þá.
Var maðurinn einnig með fána hinsegin fólks, hafa yfirvöld í Katar tekið hart á öllum sem reyna að sýna hinsegin fólki stuðning í landinu.
Maðurinn hljóp inn á völlinn í leik Portúgals og Úrúgvæ en náðist á endanum og situr nú líklega á bak við lás og slá.
A pitch invader with a shirt reading "Save Ukraine" and a rainbow flag during Portugal vs Uruguay.
They risked it all to send the message 😮#FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/YdlmumCNQw
— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 28, 2022