fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Bráðfjörugum fyrsta leik dagsins lauk með jafntefli

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 12:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti leikur dagsins á Heimsmeistaramótinu í Katar var á milli Kamerún og Serbíu. Óhætt er að segja að hann hafi verið afar fjörugur.

Aleksandar Mitrovic fékk tvö góð færi til að koma Serbum yfir á fyrsta stundarfjórðungi leiksins eða svo en á 29. mínútu kom Jean-Charles Castelletto Kamerún hins vegar yfir. Það gerði hann eftir hornspyrnu.

Serbar sneru leiknum við í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Fyrst jafnaði Strahinja Pavlovic með skalla eftir spyrnu Dusan Tadic.

Sergej Milinkovic-Savic kom þeim svo yfir með flottu skoti úr teignum.

Ófarir Kamerúna héldu áfram í byrjun seinni hálfleiks. Mitrovic kom Serbum í 3-1 á 53. mínútu með frábæru marki.

Það átti hins vegar margt eftir að gerast enn. Vincent Aboubakar minnkaði muninn á 64. mínútu með vippu yfir markvörð Serba. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en VAR sá til þess að það fékk réttilega að standa.

Eric Maxim Choupo-Moting jafnaði svo með marki skömmu síðar eftir flotta sókn.

Serbar voru líklegri til að stela sigrinum á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 3-3 í bráðskemmtilegum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu