Spánn 1 – 1 Þýskaland
1-0 Alvaro Morata(’62)
1-1 Niclas Fullkrug(’83)
Stórleik dagsins á HM í Katar er nú lokið en Spánn og Þýskaland áttust við í síðustu viðureigninni.
Þjóðverjar þurftu að minnsta kosti á stigi að halda í kvöld til að halda í vonina um að komast í næstu umferð.
Þýskaland tapaði óvænt 2-1 gegn Japan í fyrstu umferð á meðan þeir spænsku unnu Kosta Ríka sannfærandi, 7-0.
Alvaro Morata skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld er hann kom Spáni yfir eftir 62. mínútur.
Sú forysta entist í dágóðan tíma en á 83. mínmútu jafnaði Niclas Fullkrug metin fyrir Þýskaland til að tryggja stig.
Spánn er með fjögur stig á toppi E riðils fyrir lokaumferðina en Þýskaland er aðeins með eitt.