Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði frábært mark í gær er lið Beerschot vann varalið Anderlecht í næst efstu deild Belgíu.
Nökkvi gekk í raðir Beerschot fyrr í þessu ári frá KA og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri í gær.
Mark Nökkva var virkilega laglegt en hann skrúfaði boltann fallega í fjærhornið framhjá markmanni Anderlecht.
Markið þýðir að Beerschot er komið á toppinn í næst efstu deild en liðið stefnir upp.
Markið má sjá hér.
FT | @kbeerschotva pakt drie punten in Brussel dankzij dit pareltje van Nökkvi Thórisson! 🔮🐻 #ANDBEE pic.twitter.com/8ZLBHt1H4s
— Eleven Sports (NL) (@ElevenSportsBEn) November 26, 2022