Mason Mount, leikmaður Chelsea, er búinn að hafna nýju samningstilboði frá enska stórliðinu.
Frá þessu greina enskir miðlar en Mount fékk tilboð frá Chelsea upp á 200 þúsund pund í vikulaun.
Enski landsliðsmaðurinn á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Chelsea og vinnur félagið í því að framlengja.
Viðræður hafa verið í gangi síðan í september en samkvæmt Daily Mail er enn langt í að aðilar nái samkomulagi.
Mount fær þessa stundina 85 þúsund pund á viku en vill jafn há laun og Raheem Sterling.
Sterling gekk í raðir Chelsea frá Manchester City í sumar og þénar 300 þúsund pund á viku.