Brasilíska félagið Palmeiras hefur nú þegar hafnað nokkrum boðum frá stórliðum í Evrópu í undrabarnið Endrick.
Endrick er talinn vera efnilegasti leikmaður heims en hann spilar með Palmeiras og er 16 ára gamall.
Paris Saint-Germain, Real Madrid og Barcelona hafa öll fengið höfnun frá Palmeiras varðandi að ræða við leikmanninn.
Palmeiras bannar þessum félögum að fara í viðræður við Endrick sem mun ekki færa sig um set fyrr en hann verður 18 ára.
Endrick hefur verið að heimsækja ýmis lið í Evrópu síðustu vikur en engar viðræður eru í gangi vegna Palmeiras.
Endrick er samningsbundinn Palmeiras til 2025 og er með kaupákvæði upp á 60 milljónir evra.