Króatískur miðill skaut föstum skotum á John Herdman, landsliðsþjálfara Kanada, eftir ummæli sem hann lét falla eftir 1-0 tap gegn Belgum í vikunni.
Herdman tjáði sig eftir tapið og sagði að Kanada ætlaði að ‘ríða’ Króötum í næsta leik og notaðist við enska orðið ‘fuck.’
Því var ekki tekið vel af mörgum í Króatíu en það er mikið undir er þessi lið mætast klukkan 16:00 í dag.
Króatíski miðillinn 24 Sata birti mynd af Herdmann þar sem má sjá hann nánast nakinn sem og kanadíska fánann.
,,Þú ert með munnræpuna en ertu með hreðjarnar líka?“ var fyrirsögnin en Herdman var á forsíðu blaðsins.
Mynd af þessu má sjá hér.