Brasilíumaðurinn Neymar fór meiddur af velli í fyrradag er Brasilía vann 2-0 sigur á Serbíu í riðlakeppninni.
Richarlison skoraði bæði mörk Brasilíu í sigrinum og það seinna var með magnaðri bakfallspyrnu.
Neymar er meiddur á ökkla og birti í kvöld mynd af ástandinu á Instagram.
Þar má sjá að ökkli leikmannsins er verulega bólginn og verður að koma í ljós hvort hann nái næsta leik.
Myndir af þessu má sjá hér.
Neymar shows his injuried ankle on Instagram 🚨📸🇧🇷 #Qatar2022 pic.twitter.com/VemjXu3VEM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 26, 2022