Túnis 0 – 1 Ástralía
0-1 Mitchell Duke(’23)
Fyrsta leik dagsins á HM í Katar er nú lokið þar em Ástralía vann nokkuð ósanngjarnan sigur.
Ástralía spilaði við Túnis í D riðli og fékk sín fyrstu þrjú stig eftir tap gegn Frakklandi í fyrstu umferð.
Túnis var í betri málum fyrir leik dagsins en liðið gerði jafntefli við Dani í fyrsta leik sínum.
Það stefndi í raun í markaleik í dag er Mitchell Duke kom Áströlum yfir í fyrri hálfleik en hams mark reyndist það eina í viðureigninni.