Lið Arsenal mun spila við stórlið Juventus í desember til að undirbúa sig fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni.
Margir leikmenn Arsenal eru staddir á HM í Katar þessa stundina og eru ekki við æfinga hjá sínu félagsliði.
Þann 17. desember mun Arsenal spila við Juventus en það er degi eftir að HM í Katar lýkur.
Ljóst er að margar stjörnur Arsenal verða ekki með í leiknum en liðið mun einnig spila gegn Lyon þann 8. desember.
Leikurinn mun fara fram á Emirates vellinum í London og er undirbúningur Arsenal fyrir erfitt leikjaprógram í janúar.