Moldríka félagið Al-Hilal í Sádí Arabíu ætlar að reyna við stórstjörnuna Cristiano Ronaldo eftir HM í Katar.
Frá þessu greinir Sky Sports en Al-Hilal er tilbúið að losa sig við fyrrum leikmann Manchester United til að fá Ronaldo.
Ronaldo er án félags eftir að samningi hans við Man Utd var rift en hann gagnrýndi félagið harkalega í viðtali við Piers Morgan.
Þar staðfesti Ronaldo einnig að hann hafi fengið tilboð frá Sádí Arabíu í sumar en hafnaði því þrátt fyrir ótrúlegar upphæðir sem voru í boði.
Al-Hilal er nú þegar með Odion Ighalo, fyrrum leikmann Man Utd, í sínum röðum en myndi reyna að losa hann ef Ronaldo verður fáanlegur.
Boð Ronaldo í sumar var í raun fáránlegt en hann hefði þénað 305 milljónir punda fyrir að spila þar í aðeins tvö ár.