Búist er við að Erik ten Hag stjóri Manchester United fari á félagaskiptamarkaðinn í janúar og reyni að finna sóknarmann.
Cristiano Ronaldo er ekki lengur leikmaður félagsins og þá er ljóst að Mason Greenwood spilar ekki fótbolta á næstunni. Er hann ákærður fyrir gróft ofbeldi og nauðgun.
CalcioMercato segir að Manchester United leiði kapphlaupið um Cody Gakpo framherja PSV Eindhoven og hollenska landsliðsins.
Gakpo var orðaður við United í sumar en þessi 23 ára leikmaður hefur átt frábæra mánuði með félagsliði og landsliði.
Hann skoraði fyrsat mark Hollands gegn Senegal á mánudag. Hann er á lista fleiri liða en samkvæmt fréttum er United líklegasta áfangastaður Gakpo í janúar.