fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Labbaði inn um dyrnar og var skýr um leið: ,,Ég er ekki Potter“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, hefur tjáð sig um hvernig það var að taka við liðinu af Graham Potter í september.

Potter ákvað að segja upp sem stjóri Brighton og tók við Chelsea þar sem hlutirnir hafa ekki gengið upp hingað til.

Potter náði þó frábærum árangri á sínum tíma sem stjóri Brighton, eitthvað sem De Zerbi mun einnig leitast eftir.

Ítalinn var ekki lengi að koma með sínar eigin hugmyndir og tjáði leikmönnum liðsins að hann væri ekki Potter, og að hann væri með sína eigin skoðun á hvernig hlutirnir ættu að virka.

,,Umboðsmennirnir mínir hringdu í mig og tjáðu mér að Brighton hefði áhuga, við hittumst svo í London,“ sagði De Zerbi.

,,Ég hlustaði á þá og þeir hlustuðu á mig. Við þurftum vera að vera á sömu blaðsíðu. Eftir nokkra daga þá fékk ég símtal og mér var tjáð að samningurinn væri tilbúinn.“

,,Ég vildi ekki breyta of miklu, bæði þegar kom að leikstíl og leikmönnum. Eftir stutta stund þá gerði ég það skýrt fyrir þeim að ég væri ekki Potter, ég þurfti að vera ég sjálfur. Ég gat ekki gert það sem annar þjálfari var að gera og og kom með mínar eigin hugmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“