fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Slúðursaga sem hræðir stuðningsmenn Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid hefur áhuga á að krækja í Gabriel Jesus, sóknarmann Arsenal, næsta sumar. Það er Goal sem heldur þessu fram.

Jesus var sterklega orðaður við Real Madrid í sumar. Þá var hann enn á mála hjá Manchester City.

Það fór þó svo að Arsenal keypti Jesus á um 45 milljónir punda.

Brasilíumaðurinn hefur farið vel af stað í búningi Arsenal, skorað fimm mörk og lagt upp sex í tólf leikjum.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er sagður aðdáandi leikmannsins. Jesus er sagður á fimm manna lista Ítalans yfir framherja sem hann vill fá næsta sumar.

Sem stendur eru þó ekki miklar líkur taldar á að félagaskiptin eigi sér stað, ekki í bili hið minnsta. Það er þó nokkuð ljóst að áhugi Real Madrid er til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea
433Sport
Í gær

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning
433Sport
Í gær

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“
433Sport
Í gær

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar