fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Manchester United horfir til bakvarða – Tveir nefndir til sögunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 17:00

Pavard í leik á Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United virðist vera að skoða það að fá sér hægri bakvörð í janúar, ef marka má ensku blöðin í dag.

Það eru þeir Benjamin Pavard og Max Aarons sem eru orðaðir við United í dag.

Pavard er 26 ára gamall og á mála hjá Bayern Munchen, þar sem hann hefur verið síðan 2019.

Mirror segir Frakkann horfa sér til hreyfings. Samningur hans rennur út sumarið 2024. United hafði áhuga á honum í sumar og gæti endurvakið áhuga sinn.

Pavard getur leikið í stöðu miðvarðar sem og í bakverðinum.

Getty Images

Þá er Max Aarons hjá Norwich orðaður við United í The Sun.

Blaðið segir Erik ten Hag, stjóra Rauðu djöflanna, vilja annan bakvörð til að veita Diogo Dalot samkeppni. Framtíð Aaron Wan-Bissaka er sögð liggja annars staðar.

Þar gæti Aarons reynst góð lausn. Hann hefur lengi verið orðaður frá B-deildarliði Norwich.

Samningur hans rennur einnig út sumarið 2024. Hann er falur fyrir um tíu milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband