fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Lögfræðingur ræðir mál Gylfa – Fer yfir ástæður langs rannsóknartíma og farbanns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Þetta helst á RÚV að rannsóknartími í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar sé ekki óvenjulega langur.

Gylfi var handtekinn í júlí í fyrra, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var svo laus gegn tryggingu, en hún átti að renna út í sumar. Þá hefðu nýjar upplýsingar átt að berast um málið en allt kom fyrir ekki.

„Ef við miðum þetta við rannsóknartíma íslenskra kynferðisbrotamála þá er þetta ekkert hræðilega langur tími, því miður. Það sem er í þessu máli er að við vitum í raun ekkert hverjar ásakanirnar eru. Kannski er mikið af stafrænum gögnum í málinu og það getur gert það að verkum að það hægir á rannsókninni því stafræn gögn eru mjög tímafrek í rannsóknum. Það tekur lengri tíma að fara í gegn um þau,“ segir María við Þetta helst á RÚV.

„Ef maður er meira að fylgjast með þessu þá virðist þetta taka enn lengri tíma. En ég hugsa að margir þolendur í kynferðisbrotamálum út um allan heim kannist alveg við þennan tíma sem rannsókn þessara mála tekur. Því miður.“ 

Gylfi hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá því hann var handtekinn. Faðir hans hefur til að mynda kallað eftir því að íslensk stjórnvöld skipti sér á málinu, en hann vill að lögheimili Gylfa sé flutt til Íslands.

„Farbann er ákveðin þvingunarráðstöfun sem er beitt þegar það er einhvers konar hætta á því að einstaklingur gæti látið sig hverfa eða farið úr lögsögunni á meðan rannsókn málsins fer fram. Þetta er úrræði sem við beitum líka á Íslandi og allsstaðar í hinum vestræna heimi. Það er verið að tryggja það að mögulegur sakborningur stingi hreinlega ekki af. Og það þarf alltaf að fara fram ákveðið mat á því, þegar þú ert með einstakling sem er látinn sæta farbanni.“

Það að ferðabannið hafi ítrekað verið framlengt þýðir að endurmat fari sífellt fram hjá dómstólum á því hvaða gögn séu fyrirliggjandi og hvaða gagna eigi eftir að afla. Þá er einnig lagt mat á það hversu mikilvægt er að hinn grunaði sé í landinu á meðan rannsókn fer fram.

„Það segir okkur að það sé þá einhver gangur í rannsókninni. Vegna þess að ef lögreglan getur ekki sýnt fram á gögn eða framgang í rannsókninni þá auðvitað væri hæpið að dómstólar væru að fallast á að framlengja farbannið ítrekað.“

María bendir á að þó langur tími rannsóknar sé erfiður fyrir sakborninga sé hann það einnig fyrir brotaþola.

„Og það er áhugavert að skoða ákall um hraða málsmeðferð, út frá því að það sé erfitt fyrir sakborning hversu langan tíma þetta tekur, því þetta tekur auðvitað jafn langan tíma fyrir brotaþolann. Og þetta er það sem fólk hefur gagnrýnt mikið við meðferð kynferðisbrota er langur tími og að það sé skaðlegt. Þetta sýnir okkur að þetta getur verið skaðlegt fyrir alla aðila, ekki bara brotaþola.“

Á tíma handtöku var Gylfi leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann var settur í leyfi en samningur hans rann svo út í sumar. Gylfi hafði einnig verið fastamaður í íslenska landsliðinu. Hann hefur hins vegar ekkert spilað frá handtökunni.

Hér má nálgast samtalið við Maríu í heild. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Í gær

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning
433Sport
Í gær

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“