fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Klopp tjáir sig um eigin framtíð: ,,Ég get ekki notað þá afsökun“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 18:24

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, neitar því að hann sé ‘þreyttur’ í starfinu og sé mögulega á förum eftir tímabilið.

Liverpool hefur byrjað skelfilega í ensku úrvalsdeildinni og er í níunda sæti eftir 2-1 tap heima gegn Leeds um helgina.

Fyrir það tapaði Liverpool 1-0 gegn Nottingham Forest og virðist vera úr leik í titilbaráttunni.

Klopp ræddi við blaðamenn fyrir leik gegn Napoli í kvöld í Meistaradeildinni en Liverpool er búið að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.

,,Allt er dæmt út frá mér og það er fínt. Fólk segir að ég líti út fyrir að vera þreyttur en ég er það ekki, ég get ekki notað þá afsökun,“ sagði Klopp.

,,Það er ekki bara mitt starf að vera hér þegar allt gengur upp og einhver afhendir okkur bikar. Það er líka mitt starf að vera hérna þegar tímarnir eru erfiðir.“

,,Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma, það er ekki hægt að neita því. Enginn heldur því fram að lífið hér sé frábært í dag en það er bara eitt í stöðunni og það er að ráðast á stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband