fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Gömul vonarstjarna nálgast lágpunktinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli er sagður nálgast lágpunkt á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Fjallað er um hrakfarir hans í enskum miðlum.

Hinn 26 ára gamli Alli er nú á mála hjá Besiktas í Tyrklandi. Hann er þar á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton.

Alli þótt eitt sinn einn mest spennandi leikmaður heims. Nítján ára gamall var hann keyptur frá MK Dons til Tottenham. Þar lofaði hann góðu framan af en svo fór að halla undan fæti. Hann var seldur til Everton í janúar.

Þar byrjaði Alli aðeins einn leik áður en hann var lánaður til Besiktas í sumar.

Í Tyrklandi hefur leikmaðurinn skorað eitt mark í sjö leikjum og alls ekki heillað.

Knattspyrnustjóri Besiktas hefur viðurkennt að hann hafi búist við meira af leikmanninum þegar hann sótti hann.

Tottenham og Everton sömdu þannig í janúar að síðarnefnda félagið myndi ekki borga neitt strax fyrir Alli. Kaupverðið í heild getur þó farið upp í 40 milljónir punda. Það er þó virkilega ólíklegt. Tottenham fær fyrstu tíu milljónir punda kaupverðsins þegar, eða ef, leikmaðurinn spilar tuttugu leiki fyrir Everton.

Þá fær Tottenham 25% af kaupverðinu sem Alli verður seldur á frá Everton. Besiktas getur virkjað klásúlu í lánssamningnum við Everton og keypt Alli á sex milljónir punda, geri félagið svo fyrir janúar. Annars mun Alli kosta félagið átta milljónir punda næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Í gær

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning
433Sport
Í gær

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“