fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Ár frá hjartastoppi Emils – Birtir samskipti við vini sína skömmu eftir að óttast var um líf hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir óttuðust að knattspyrnukappinn, Emil Pálsson væri látinn fyrir ári síðan. Hann hneig þá til jarðar í miðjum fótboltaleik eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Atvikið átti sér stað 1 nóvember á en þá lék Emil með Sogndal í næst efstu deild Noregs. Hann var samningsbundinn Sarpsborg en hefur samið um riftun á samningi sínum.

„Það er öryggi í því. Bjarg­ráðurinn gerir mér kleift að lifa eðli­legu lífi í dag. Maður myndi ekki þora að gera neitt án hans. Ég hef svig­rúm að gera nánast allt sem ég vil,“ sagði Emil sem gestur í Íþróttavikunni á Hringbraut í september.

Emil er hættur í fótbolta, hann hafði stefnt á endurkomu en það var í vor sem hann fór aftur í hjartastopp og hætti í fótbolta.

Emil var dáinn í tæpar fjórar mínútur eftir að hafa hnigið niður, endurlífgunartilraunir báru hins vegar árangur og nú er hinn 29 ára gamli Ísfirðingur farin að huga að næstu skrefum í lífinu.

„1 ár í dag, súrealísk upplifun en æðruleysi og stuðningur geta komið manni helvíti langt,“ skrifar Emil í færslu á Instagram.

Hann birtir síðan skilaboð við vini sína þá Böðvar Böðvarsson og Davíð Kristján Ólafsson sem báðir eru atvinnumenn í knattspyrnu. Samskiptin má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband