fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Vakti verulega athygli fyrir ummæli sín í beinni – ,,Réttur leikari fyrir rétta kvikmynd“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 20:18

Haaland er magnaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry, goðsögn Arsenal, vakti athygli í setti Sky Sports í gær er hann ræddi framherjann öfluga Erling Haaland.

Henry var í settinu ásamt þeim Jamie Carragher og Micah Richards sem eru báðir fyrrum landsliðsmenn Englands.

Frakkinn var að bera saman Haaland og Robert Lewandowski og vildi meina að sá síðarnefndi væri alveg jafn mikilvægur fyrir Barcelona og Haaland er fyrir Manchester City.

Báðir leikmenn skiptu um lið í sumar en Haaland gekk í raðir Man City frá Dortmund og Lewandowski í raðir Barcelona frá Bayern Munchen.

Henry telur að leikstíll Man City henti Haaland betur og þess vegna lítur hann í raun betur út þó að Lewandowski hafi byrjað frábærlega á Spáni.

,,Þetta er bara önnur íþrótt. Eins og ég hef alltaf sagt, þú þarft að ráða réttan leikara fyrir rétta kvikmynd. Það sem Haaland er að gera, hann er fullkominn leikari fyrir þetta lið,“ sagði Henry.

,,Stundum spilarðu með öðru liði – ég hefði ekki spilað fyrir Bolton, eruði klikkaðir?“

,,Það sem ég er að segja er að ef ég hefði lent í löngu boltunum undir Sam Allardyce, þá hefði ég yfirgefið völlinn í hálfleik.“

Bæði Richards og Carragher voru orðlausir eftir ummæli Henry en Haaland hefur skorað 17 mörk fyrir Englandsmeistarana á tímabilinu til þessa.

Henry neitaði að gefa eftir og hélt því fram að Lewandowski væri öflugur fyrir Barcelona og Haaland væri fyrir enska stórliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár