fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Partey áfram laus gegn tryggingu – Grunaður um tvær nauðganir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 14:41

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar var greint frá því að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn, grunaður um þrjár nauðganir á síðasta ári.

Enskir miðlar hafa ekki enn nafngreint leikmanninn. Þó sögðu nokkrir miðlar í Afríku, og síðar víðar, að um Thomas Partey hjá Arsenal væri að ræða.

Partey var handtekinn á heimili sínu í Barnet í Norður-Lundúnum, þaðan sem hann fór í gæsluvarðhald áður en hann var aftur handtekinn, grunaður um tvö brot til viðbótar. Hins vegar hefur verið falli frá einni ásökuninni.

Tvö mál standa þó eftir, en Partey hefur verið laus gegn tryggingu síðan í sumar.

Nú segir Nick Ames, blaðamaður The Guardian, að sú trygging hafi verið framlengd af lögreglu í Englandi.

Partey var ekki settur í bann af Arsenal þegar málið kom upp og hefur miðjumaðurinn verið í fullu fjöri síðan. Hann skoraði til að mynda í erkifjendaslag gegn Tottenham um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið