Real Madrid mun græða vel í Meistaradeildinni á þessu tímabili enda eina spænska félagið sem er komið í 16-liða úrslit.
Barcelona, Atletico Madriod og Sevilla ollu vonbrigðum í deild þeirra bestu á tímabilinu og komast ekki í næstu umferð.
Marca greinir nú frá því að Real sé búið að vinna sér inn 8,6 milljónir evra aukalega fyrir að vera eina spænska liðið í útsláttarkeppninni.
Real græðir svo mikið á sýningarréttnum í Meistaradeildinni en upphæðin hækkar í 11,7 milljónir evra ef liðið kemst í úrslit.
Real þarf ekki að deila upphæðinni með öðru félagi sem er mikill gróði og hefur stjórn félagsins væntanlegs fagnað slæmu gengi keppinauta sinna vel.