fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Ný ummæli Zidane gleðja aðdáendur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane segir að það sé ekki langt þar til fólk muni sjá hann stýra knattspyrnuliði á ný.

Franska goðsögnin hefur ekki starfað við þjálfun frá því hann yfirgaf Real Madrid í fyrra. Hann stýrði liðinu fyrst frá 2016 til 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð á þeim tíma.

Hann sneri aftur 2019 og stýrði Real Madrid þar til í fyrra. Auk þriggja Meistaradeildartitla vann Zidane Spánarmeistaratitilinn tvisvar hjá spænska stórveldinu.

„Ég kem aftur fljótlega. Bíðið bara aðeins, það gerist fljótlega,“ segir Zidane við franska fjölmiðla.

„Það er ekki langt þar til ég mun fara að þjálfa aftur,“ bætir hann við.

Það verður afar spennandi að sjá hvaða starf þessi merki stjóri tekur að sér næst. Hann var orðaður við Paris Saint-Germain í heimalandinu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“