fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Meistaradeildin: Chelsea í 16-liða úrslit – Íslendingaliðið enn ekki skorað mark

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er búið að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir leik við Salzburg frá Austurríki í kvöld.

Chelsea var að vinna sinn þriðja leik í riðlakeppninni og er með 10 stig á toppi E riðils er ein umferð er eftir.

Þeir Mateo Kovacic og Kai Havertz sáu um að skora mörk Chelsea sem á heimaleik við Dinamo Zagreb í síðustu umferð.

Íslendingalið FCK er ekki á leið í 16-liða úrslitin og tapaði gegn Sevilla í kvöld og sínum þriðja leik í riðlinum.

FCK er með tvö stig á botni riðils G og hefur ekki tekist að skora mark í fimm leikjum sem er alls ekki góður árangur.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjuðu hjá FCK sem tapaði leiknum 3-0 á Spáni.

Salzburg 1 – 2 Chelsea
0-1 Mateo Kovacic(’23)
1-1 Junior Adamu(’49)
1-2 Kai Havertz(’64)

Sevilla 3 – 0 FCK
1-0 Youssef En Nesyri(’61)
2-0 Isco(’88)
3-0 Gonzalo Montiel(’93)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga