fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Ræddu meint ósætti Arnars og Alberts – Gerir það eina sem hann getur

433
Laugardaginn 22. október 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla og Hörður Snævar Jónsson íþróttastjóri Torgs voru gestir í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld.

Davíð hefur síðustu ár unnið magnað starf hjá Kórdrengjum og komið liðinu upp úr neðstu deild upp í næst efstu deild. Eftir gott starf þar ákvað hann að taka skrefið til Vestra á Ísafirði.

Ein af fréttum vikunnar var frammistaða Alberts Guðmundssonar með Genoa í ítalska bikarnum. Hann skaut liðinu áfram í næstu umferð þar sem liðið mætir Roma.

„Hann er að gera það eina sem hann getur og það er að minna á sig með Genoa. Hann hefur heldur betur gert það eftir að honum var kastað út úr landsliðinu. Spilað frábærlega og er reglulega í liði vikunnar í Seriu B,“ sagði Hörður.

Albert var ekki í síðasta landsliðshópi Íslands en Arnar Þór Viðarsson sagði hann ekki hafa verið með rétt viðhorf undanfarið.

„Hann hefur ekki valdið og þarf að setja Arnar út í horn, að hann hafi engan annan kost en að velja hann,“ sagði Hörður.

Davíð tók í sama streng. „Hann er að gera þarna það sem hann getur, maður verður að horfa til þess að Arnar er að gera þetta af heilindum. Það eru sögur um að hlutirnir séu svona og hinsegin. Albert er að gera allt rétt núna og ég hef ekki trú á öðru en að Arnar sé að gera allt rétt. Persónulegir hagir Arnars eru að vera með sína bestu menn. Ég held að það sé eitthvað sem við vitum ekki alveg af,“ sagði Davíð.

Klippu af umræðunni má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
Hide picture