Erling Haaland komst að sjálfsögðu á blað fyrir Englandsmeistara Manchester City sem spiluðu við Southampton á heimavelli sínum í dag.
Man City var ekki í neinum vandræðum á Etihad og unnu 4-0 sigur og komu sér í toppsætið í bili.
Arsenal var á toppnum fyrir umferðina og spilar við Liverpool á morgunm í erfiðu verkefni.
Chelsea vann sitt verkefni sannfærandi í London en liðið mætti stjóralausum Úlfunum og unnu 3-0.
Bournemouth hafði betur 2-1 gegn Leicester City og þá vann Newcastle stórsigur gegn Brentford, 5-1.
Man City 4 – 0 Southampton
1-0 Joao Cancelo(’20)
2-0 Phil Foden(’32)
3-0 Riyad Mahrez(’49)
4-0 Erling Haland(’65)
Chelsea 3 – 0 Wolves
1-0 Kai Havertz(’45)
2-0 Christian Pulisic(’54)
3-0 Armando Broja(’90)
Bournemouth 2 – 1 Leicester City
0-1 Patson Daka(’10)
1-1 Philip Billing(’68)
2-1 Ryan Christie(’71)
Newcastle 5 – 1 Brentford
1-0 Bruno Guimaraes(’21)
2-0 Jacob Murphy(’28)
2-1 Ivan Toney(’54, víti)
3-1 Bruno Guimaraes(’56)
4-1 Miguel Almiron(’82)
5-1 Ethan Pinnock(’90, sjálfsmark)