Hjá Manchester United eru menn bjartsýnir á að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá Manchester United út tímabilið. Er það aðallega vegna skorts á áhuga á leikmanninum. ESPN greinir frá stöðu mála.
Það er búist við því að Ronaldo muni reyna að fá að fara í janúar. Hann er í aukahlutverki undir stjórn Erik ten Hag hjá United.
Ronaldo reyndi hvað hann gat til að komast frá Rauðu djöflunum í sumar. Ekkert félag virtist þó til í að taka sénsinn á honum.
United fékk eitt tilboð í Portúgalann. Kom það frá Sádi-Arabíu. Ronaldo var orðaður við Chelsea, Napoli og Bayern Munchen, en þaðan komu engin tilboð.
Það er talið að það sama verði uppi á tengingum í janúar. Ekkert stórt félag vill Ronaldo og því er líklegt að hann verði áfram hjá United.