Arsenal fylgist grannt með gangi mála hjá Marcus Rashford, leikmanni Manchester United, ef marka má frétt miðilsins Football Insider.
Samningur hins 24 ára gamla Rashford rennur út næsta sumar.
Sóknarmaðurinn hefur heillað með United á leiktíðinni. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er.
Rashford hefur áður verið orðaður við Arsenal og samkvæmt þessum tíðindum fylgist Lundúnafélagið enn með honum.
Rashford er uppalinn hjá United. Félagið vill væntanlega fá hann til að skuldbinda sig því með því að krota undir nýjan samning, áður en það er um seinan.