Jamie Carragher og Rio Ferdinand skiptust nokkuð harkalega á orðum á Twitter í gær þegar byrjað var að ræða um Cristiano Ronaldo.
Ronaldo var ónotaður varamaður gegn Manchester City á sunnudag og hefur Erik ten Hag verið gagnrýndur fyrir það.
„Hugmyndin um að Ten Hag hafi gert rangt með því að spila ekki Ronaldo er hlægileg,“ skrifaði Carragher á Twitter en United tapaði 6-3 á Ethiad.
„Ronaldo spilaði gegn Brentford og það var 4-0 í hálfleik. Þetta er ekkert skot á Ronaldo en hraðinn í Rashford í skyndisóknum eins og við sjáum gegn Arsenal og Liverpool, var 100 prósent besti möguleikinn.“
Ferdinand var fljótur að svara og koma sínum gamla félaga til varnar. „Carra, ertu enn í fýlu yfir því að hann hafi ekki viljað taka í höndina þína? Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk;“ sagði Ferdinand en fyrir leik United og Liverpool á Old Trafford í vetur vildi Ronaldo ekki taka í hönd Carragher.
„Ég er ánægður með að það hafi farið á flug. Rio ég veit hvernig þetta virkar, hann er vinur þinn og Patrice Evra. Þið sem hópur eruð á Whatsapp og hann biður ykkur að verja sig. Ekki vera klappstýran hans, þú ert Rio Ferdinand.“
Ferdinand var ekki að kvitta upp á þetta. „Hvaða Whatsapp hópur? Hættu drengur, ég vil sömu orku þegar þú ert með Roy Keane í sjónvarpinu næst. Hættu að láta jarða þig,“ sagði Rio.