fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Stjörnustríð á Twitter: Rífast um ágæti Ronaldo – „Ekki vera klappstýra“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 10:00

Carragher er stundum fljótur upp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher og Rio Ferdinand skiptust nokkuð harkalega á orðum á Twitter í gær þegar byrjað var að ræða um Cristiano Ronaldo.

Ronaldo var ónotaður varamaður gegn Manchester City á sunnudag og hefur Erik ten Hag verið gagnrýndur fyrir það.

„Hugmyndin um að Ten Hag hafi gert rangt með því að spila ekki Ronaldo er hlægileg,“ skrifaði Carragher á Twitter en United tapaði 6-3 á Ethiad.

„Ronaldo spilaði gegn Brentford og það var 4-0 í hálfleik. Þetta er ekkert skot á Ronaldo en hraðinn í Rashford í skyndisóknum eins og við sjáum gegn Arsenal og Liverpool, var 100 prósent besti möguleikinn.“

Ferdinand var fljótur að svara og koma sínum gamla félaga til varnar. „Carra, ertu enn í fýlu yfir því að hann hafi ekki viljað taka í höndina þína? Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk;“ sagði Ferdinand en fyrir leik United og Liverpool á Old Trafford í vetur vildi Ronaldo ekki taka í hönd Carragher.

Rio Ferdinand

„Ég er ánægður með að það hafi farið á flug. Rio ég veit hvernig þetta virkar, hann er vinur þinn og Patrice Evra. Þið sem hópur eruð á Whatsapp og hann biður ykkur að verja sig. Ekki vera klappstýran hans, þú ert Rio Ferdinand.“

Ferdinand var ekki að kvitta upp á þetta. „Hvaða Whatsapp hópur? Hættu drengur, ég vil sömu orku þegar þú ert með Roy Keane í sjónvarpinu næst. Hættu að láta jarða þig,“ sagði Rio.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna