Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur ávallt talað vel um sóknarmanninn Phil Foden sem spilar með liðinu.
Guardiola sagði á sínum tíma að Foden væri hæfileikaríkasti leikmaður sem hann hefði unnið með sem er ekkert smá hrós.
Spánverjinn hefur til að mynda unnið með Lionel Messi, einum besta leikmanni sögunnar, en þeir voru saman hjá Barcelona.
Foden varð í gær yngsti leikmaðurinn undir Guardiola til að skora 50 mörk eftir þrennu gegn Manchester United í 6-3 sigri.
Foden er 22 ára og 217 daga gamall og var fljótari en Messi til að skora 50 mörk undir Guardiola sem er í raun stórkostlegur árangur.
Messi er af mörgum talinn besti leikmaður allra tíma en hann var 22 ára og 162 daga gamall er hann náði 50 mörkum undir Guardiola.