Jude Bellingham, leikmaður Dortmund, er líklega eftirsóttasti leikmaður Evrópu í dag en hann er gríðarlegt efni.
Bellingham er 19 ára gamall og er lykilmaður hjá Dortmund og er einnig orðinn fastamaður í enska landsliðinu.
Bellingham komst í sögubækurnar í gær er Dortmund spilaði við Köln í Bundesligunni.
Það vakti verulega athygli að Bellingham bar fyrirliðaband Dortmund í leiknum og varð um leik yngsti fyrirliði í sögu Bundesligunnar.
Marco Reus og Mats Hummels eru yfirleitt með fyrirliðabandið hjá Dortmund en þeir voru báðir fjarverandi í gær.
Því miður fyrir Bellingham þá tapaðist leikurinn en Köln hafði betur, 3-2.