Leeds 0 – 0 A. Villa
Seinni leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var engin frábær skemmtun en leikið var á Elland Road.
Leeds fékk þar lið Aston Villa í heimsókn þar sem engin mörk voru skoruð en þó fengu áhorfendur eitt rautt spjald.
Luis Sinisterra fékk að líta það hjá Leeds snemma í seinni hálfleik fyrir að brjóta á Jacob Ramsey.
Viulla tókst ekki að nýta sér liðsmuninn eftir spjaldið og niðurstaðan markalaust jafntefli.