Það kom aldrei til greina fyrir Erling Haaland að ganga í raðir Manchester United er hann yfirgaf Borussia Dortmund í sumar.
Þetta segir faðir leikmannsins Alf Inge Haaland, en sonur hans er í dag heitasti framherji Evrópu.
Norðmaðurinn hefur byrjað stórkostlega með Man City á tímabilinu en hafði fyrir það raðað inn mörkunum fyrir þýska stórliðið.
Um tíma var talað um að Man Utd væri líklegur áfangastaður Haaland en það var aldrei raunin samkvæmt föður hans.
,,Á okkar lista þá var Man City alltaf besta liðið. Bayern Munchen var númer tvö, Real Madrid númer þrjú og PSG númer fjögur,“ sagði Alfie.
,,Það voru einnig ensk lið sem komu til sögunnar önnur en Man City. Liverpool og Chelsea, einnig Barcelona, þessi lið eru á svipuðum stað.“