fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Settu spurningamerki við KSÍ vegna tímasetningarinnar á ráðningu Jóa Kalla

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 30. janúar 2022 12:30

Jóhannes Karl Guðjónsson / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari karlamegin á dögunum. Ráðningin var til umræðu í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut á föstudag.

Jói Kalli, eins og hann er gjarnan kallaður, tekur við starfinu af Eið Smára Guðjohnsen sem gegndi því þar til í nóvember á síðasta ári.

Jói Kalli hættir sem þjálfari karlaliðs ÍA til að taka við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara.

,,Þetta verður áhugavert samstarf,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum. ,,Jói Kalli með ÍA hefur kannski meira verið langur, leið 1. En Arnar Þór er að reyna að spila einhvern fótbolta með íslenska landsliðið.“

,,Ég veit það ekki alveg. Þetta er svolítið óvænt. Maður tengir Jóa Kalla mikið við Skagann,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason sem einnig var í þættinum á föstudag.

video

KSÍ setti sig í samband við ÍA rúmri viku fyrir ráðninguna. Virkjaði sambandið klásúlu í samningi Jóa Kalla upp á Skaga. Hörður setti spurningamerki við tímasetninguna á ráðningunni. ,,Þetta er að gerast í janúar. Það er svo stutt í mót. Skagamenn eru núna með svolítið þröngan stakk. Það er þröngur kassi sem þeir geta leitað í að einhverjum þjálfara sem þeir eru að pæla í. Ég talaði við formann ÍA sem sagði að hann hefði viljað sjá þetta gerast í nóvember þegar Eiður hætti.“

Kjartan telur að þráttt fyrir að Arnar og Jói Kalli séu ólíkir þjálfarar muni sá fyrrnefndi halda í sinn leikstíl. ,,Það er eitthvað sem segir mér að Arnar muni halda fast í sitt leikkerfi og reyna að gera eitthvað úr þessum ungu og efnilegu leikmönnum sem við eigum.“

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku