fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Jói Kalli kveður Skagann með söknuði – ,,Fyrir mig er þetta gríðarlegur heiður“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 15:28

Jóhannes Karl Guðjónsson / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands, boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem að tveir nýjir starfsmenn sambandsins, Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins og Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi, sátu fyrir svörum ásamt Arnari Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ

,,Ég er mjög ánægður og stoltur að KSÍ hafi náð að næla í þessa tvo. Ég er alveg öruggur á því að eftir öll mín samtöl við þá báða þá eru þetta tvier aðilar sem við þurfum á að halda í okkar vegferð hér hjá KSÍ. Þeir tikka í öll þau box sem við vorum búin að teikna upp,“ sagði Arnar Þór um ráðningu tvíeykisins.

Hann er ánægður með að Jói Kalli hafi tekið skrefið frá ÍA til KSÍ.

,,Við erum teymi og vinnum saman. Mest ánægður með að hann er ekki aðstoðarþjálfari hann er aðalþjálfari sem hefur verið að leggja hart að sér í þjálfun á Íslandi undanfarin ár og hefur mikla reynslu úr atvinnumennsku. Það var rosalega mikilvægt fyrir mig að fá sterkan aðila mér við hlið. Ég er ekki að leita eftir einhverjum sem segir alltaf já.“

Jói Kalli segir þetta skref vera gríðarlegan heiður fyrir sig.

,,Fyrir mig er þetta gríðarlegur heiður að fá að taka þátt í þessar uppbyggingu. Ég er spenntur fyrir því að fá að vera hluti af þessu. Það hafa ákeðin umskipti átt sér stað en a sama tíma eru gríðarlega spennandi tímar framundan.“

,,Þetta er frábært fyrir mig sem einstakling að fá að vinna með Arnari og Grétari. Ég hef líka trú á því að ég geti lagt mitt af mörkum til að byggja upp skemmtilegt og gott landslið,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ var að vonum ánægð með ráðninguna á Jóhannesi Karli.

,,Jóhannes Karl er ekki bara að fara að nýtast í A-landsliði karla heldur líka á knattspyrnusviðinu sjálfu. Það gerir þessa ráðningu enn betri.

Hún segir viðræðurnar við ÍA hafa gengið vel þó svo að ekki væri um óskastöðu að ræða fyrir félagið.

,,Þetta er ekki auðvelt á þessum tíma. Að sjálfsögðu voru þetta ekki bestu fréttirnar fyrir ÍA. Þetta gekk fínt. En ef ég set mig í þeirra spor er það ekki óskastaða að vera ekki með þjálfara rúmum tveimur mánuðum fyrir mót.“

Jói sagði allt hafa verið gert eftir bókinni. ,,ÍA vill standa fyrir það að hjálpa sínum leikmönnum og þjálfurum í að ná lengra. Mér finnst þetta vera næsta skref fyrir mig á ferlinum. Ég kveð Skagann með söknuðu en þessi tímapunktur kemur bara núna og því samstarfi er bara lokið. Ég held að allir séu eins sáttir með niðurstöðuna og hægt er að vera.“

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar