fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

ÍA ekki haft samband við Vestra varðandi Jón Þór – ,,Höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 15:00

Samúel Samúelsson og Jón Þór Hauksson / Mynd: Viðburðastofa Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, segir ÍA ekki hafa haft samband við fulltrúa Vestra varðandi þjálfara liðsins Jón Þór Hauksson. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í gær og um leið fóru af stað sögusagnir um að Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson, væri á meðal efstu manna á blaði hjá forráðamönnum ÍA.

,,ÍA hefur ekki haft samband við okkur og jafnvel þó að þeir myndu gera það tel ég að Jón Þór myndi ekki yfirgefa Vestra. Við höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur,“ sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra í samtali við 433.is.

Jón Þór tók við Vestra á miðju síðasta tímabili og stýrði liðinu í 5. sæti Lengjudeildarinnar auk þess sem liðið komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Mikil ánægja var með störf Jóns Þórs fyrir Vestan og í október á síðasta ári skrifaði hann undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Í viðtali við 433.is eftir að nýr samningur hafði verið undirritaður, hafði Jón Þór þetta að segja:

,,Mér líður hrikalega vel. Ég átti frábæra tíma með liðinu á síðasta tímabili og er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Það er gaman að fá tækifæri til þess að halda áfram þeirri þróun sem að var hjá okkur seinnipartinn í sumar,“ sagði Jón Þór í samtali við 433.is.

Auk þess að ganga frá samningi við Jón Þór voru samningar tveggja lykilleikmanna liðsins einnig endurnýjaðir. Jón segir það hafa verið ákveðna forsendu fyrir áframhaldandi samstarfi.

,,Fyrir mig hefur það mikla þýðingu að samningar við þessa leikmenn voru endurnýjaðir. Það voru forsendur fyrir því að ég myndi halda áfram að við myndum halda þessum leikmannakjarna og geta haldið áfram að taka skref fram á við. Það hefur oft verið staðan að byggja hefur þurft upp nýtt lið tímabil eftir tímabil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Í gær

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar