fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Ætla að bæta í öryggisgæslu á heimilum leikmanna eftir atvik vikunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar að bæta í öryggisgæslu við heimili leikmanna sinna á meðan leikir með liðinu standa yfir.

Þetta er gert í kjölfar þess að brotist var inn til Victor Lindelöf á meðan hann lék gegn Brentford fyrr í vikunni. Eiginkona hans og börn voru heima á meðan innbrotið átti sér stað. Neyddust þau til að fela sig á meðan þrjótarnir létu til skarar skríða.

Lindelöf er ekki með Man Utd gegn West Ham í leik sem nú stendur yfir. Hann vildi ekki skilja fjölskyldu sína aftur eftir heima svo skömmu eftir atvikið.

,,Við munum funda á hótelinu okkar þar sem við munum ræða við leikmenn um hvað við ættum að gera til að auka öryggi, komast að því hvað er nauðsynlegt að gera og hvar félagið getur hjálpað leikmönnum á þessu sviði,“ sagði Ralf Rangnick, stjóri Man Utd.

,,Þetta er eitthvað sem verður rætt á næstu vikum. Vonandi mun það gera heimili leikmanna öruggari.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu